Því geturðu notið bollans með góðri samvisku.
Umhverfisvænn orkugjafi unninn úr lífrænum úrgangi.
Um helmingur starfsfólks nýtir almenningssamgöngur eða hjóla/ganga til vinnu.
Stór hluti kolefnislosunar á sér stað erlendis og styrkjum við því uppbyggingu skóga á þessum svæðum með kaupum á viðurkenndum og vottuðum kolefniseiningum.
Við leitumst eftir að eiga viðskipti við birgja og aðra samstarfsaðila sem stunda ábyrga viðskiptahætti.
Við fylgjum stefnu gegn barna- og/eða nauðungarvinnu og nær stefnan einnig til erlendra birgja.
Allar okkar umbúðir má flokka með lífrænum úrgangi. Skemmtileg hringrás á sér þá stað þar sem umbúðirnar enda í gas- og jarðgerðarstöðinni og verða að metangasinu sem við notum til að rista kaffið.
Kaffibrennslan okkar er fyrsta og eina lífræna kaffibrennsla landsins en hún fékk lífræna vottun frá Tún árið 2013.
Frá árinu 2008 höfum við safnað 50 milljónum fyrir börn í neyð.
Við leggjum okkar af mörkum til samfélagsins með sérstaka áherslu á velferð barna og ungs fólks með þátttöku í alþjóðlegum verkefnum.